Linda Lea

Linda Lea
Flutningsfulltrúi

Spyrja Lindu Leu

Linda Lea er eina manneskjan sem þú þarft að tala við ef þig langar að flytja til Fjallabyggðar. Hlutverk hennar er að tryggja að þú fáir þær upplýsingar sem þú leitar að, sama hver spurningin er.

Hvað þarftu fyrir þig og fjölskylduna? Ertu að velta fyrir þér atvinnu- og skólamálum? Viltu leigja, kaupa eða byggja? Hvernig er með íþróttir, líkamsrækt, félagsstörf og tómstundir?

Linda Lea veit svörin við þessum spurningum. Hún leiðir þig í gegnum flutninginn til Fjallabyggðar og veitir þér allar upplýsingar sem þú þarft á að halda áður en þú flytur og á meðan þú ert að koma þér fyrir. Saman gerum við þetta eins auðvelt og hægt er!

Spyrja Lindu Leu

Fjallabyggð

Fjallabyggð er sveitarfélag nyrst á Tröllaskaga á Norðurlandi. Það varð til sumarið 2006 við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar. Af um 2.000 íbúum sveitarfélagsins búa langflestir í þéttbýliskjörnunum tveimur, Siglufirði og Ólafsfirði. Milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar er aðeins um 16 km leið um Héðinsfjarðargöng.

Nánar

Fjölskyldan

Það er gott að búa í Fjallabyggð. Punktur. En ef þú vilt vita meira, haltu þá áfram að lesa.

Fjallabyggð er heilsteypt, fjöl­skylduvænt og framsækið sveitarfélag. Þjónusta við fjölskyldufólk er góð, samfélagið samheldið og íbúarnir taka vel á móti þér.

Stutt er í alla þjónustu við fjölskyldufólk, hvort sem um er að ræða skóla, heilsu­gæslu eða aðra stoðþjónustu. Þá er fjölbreytt úrval í allri almennri verslun og þjónustu í Fjallabyggð.

play
No items found.

Frítími

Hvernig vilt þú helst verja þínum frítíma? Í Fjallabyggð er hvers kyns dægradvöl í boði, allt frá skipulögðu tómstunda­starfi fyrir börn til líflegra menningarviðburða fyrir fullorðna – og allt þar á milli. Afþreying í Fjallabyggð er fjölbreytt, íþrótta­aðstaðan góð, tómstunda­starfið öflugt og menningarlífið í miklum blóma.

Nánar

Menntun

Í Fjallabyggð eru starfræktir skólar á þremur skólastigum: leik‑, grunn- og framhalds­skóli. Starfsemi Leikskóla Fjallabyggðar og Grunnskóla Fjallabyggðar fer fram í báðum byggðar­kjörnum, en Menntaskóli Tröllaskaga er staðsettur í Ólafsfirði.

Nánar

Húsnæði

Allir þurfa þak yfir höfuðið og þess vegna eru húsnæðismálin meðal því fyrsta sem fólk leiðir hugann að áður en flutt er á nýjan stað, eða jafnvel forsenda flutninga. Hvers konar húsnæði er í boði? Er hægt að kaupa íbúðarhúsnæði, leigja til lengri eða skemmri tíma eða jafnvel byggja sitt eigið?

Í Fjallabyggð er ýmiss konar íbúðarhúsnæði í boði, af öllum stærðum og gerðum, til leigu og sölu, svo allir ættu að geta fundið sér húsnæði við hæfi í sveitarfélaginu. Einnig er gott framboð á lóðum fyrir þá sem hafa hug á að byggja sitt eigið.

Nánar

Atvinna

Í gegnum tíðina hafa íbúar Fjallabyggðar lengst af fengist við sjávarútveg. Báðir þéttbýliskjarnarnir, Ólafsfjörður og Siglufjörður, byggja afkomu sína að miklu leyti á sjávarútvegi, vinnslu fiskafurða og ýmiss konar þjónustu.

Í seinni tíð hefur atvinnulífið á svæðinu orðið fjölbreyttara, ekki síst með miklum vaxtarbroddi í ferðaþjónustu og nýsköpun. Í Fjallabyggð hefur alltaf ríkt ákveðinn frumkvöðlaandi og þar eru starfandi hátæknifyrirtæki, líftæknifyrirtæki og sprotafyrirtæki í frjóu umhverfi.

Þá hafa möguleikar til fjarvinnu fyrir ýmis fyrirtæki og stofnanir á höfuðborgarsvæðinu og víðar aukist stórlega.

Nánar
loka
loka
loka
loka
loka
loka