Fjallabyggð

Fjallabyggð er sveitarfélag nyrst á Tröllaskaga á Norðurlandi. Það varð til sumarið 2006 við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar. Af um 2.000 íbúum sveitarfélagsins búa langflestir í þéttbýliskjörnunum tveimur, Siglufirði og Ólafsfirði. Milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar er aðeins um 16 km leið um Héðinsfjarðargöng.

Þjónusta

play
play
play
play
play
play

Í Fjallabyggð er að finna alla þjónustu sem þarf að vera til staðar í hverju samfélagi. Matvöruverslanir, bakarí, apótek, fiskbúð, banki, hárgreiðslu- og snyrtistofur, tannlæknir, efnalaug, umboðaaðili tryggingafélaga, skiltagerð, eldsneytissala, bifreiða- og vélaverkstæði og auðvitað veitinga- og skemmtistaðir. Þetta er allt í Fjallabyggð! Þannig ættu allir íbúar, hvort sem um er að ræða börn, fullorðna eða eldri borgara, að geta sótt sér alla nauðsynlega þjónustu og rúmlega það innan sveitarfélagsins.

Leik-, og grunnskólar eru starfræktir bæði á Siglufirði og Ólafsfirði en auk þeirra er Menntaskólinn á Tröllaskaga staðsettur í Ólafsfirði. Tónlistarskóli er sömuleiðis starfræktur í sveitarfélaginu fyrir áhugasama tónlistarnema á öllum aldri.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands hefur starfsstöðvar á bæði Siglufirði og Ólafsfirði. Á Siglufirði er starfrækt heilsugæsla, hjúkrunar- og sjúkradeild og göngudeild en heilsugæsla í Ólafsfirði. Í báðum þéttbýliskjörnum eru dvalarheimili fyrir eldri borgara. Félagsþjónusta Fjallabyggðar hefur umsjón með heimaþjónustu við aldraða og fatlaða, auk þess sem íbúar sveitarfélagsins geta leitað til hennar um ráðgjöf vegna ýmissa hluta sem upp kunna að koma.

Þjónusta

Í Fjallabyggð er að finna alla þjónustu sem þarf að vera til staðar í hverju samfélagi. Matvöruverslanir, bakarí, apótek, fiskbúð, banki, hárgreiðslu- og snyrtistofur, tannlæknir, efnalaug, umboðaaðili tryggingafélaga, skiltagerð, eldsneytissala, bifreiða- og vélaverkstæði og auðvitað veitinga- og skemmtistaðir. Þetta er allt í Fjallabyggð! Þannig ættu allir íbúar, hvort sem um er að ræða börn, fullorðna eða eldri borgara, að geta sótt sér alla nauðsynlega þjónustu og rúmlega það innan sveitarfélagsins.

Leik-, og grunnskólar eru starfræktir bæði á Siglufirði og Ólafsfirði en auk þeirra er Menntaskólinn á Tröllaskaga staðsettur í Ólafsfirði. Tónlistarskóli er sömuleiðis starfræktur í sveitarfélaginu fyrir áhugasama tónlistarnema á öllum aldri.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands hefur starfsstöðvar á bæði Siglufirði og Ólafsfirði. Á Siglufirði er starfrækt heilsugæsla, hjúkrunar- og sjúkradeild og göngudeild en heilsugæsla í Ólafsfirði. Í báðum þéttbýliskjörnum eru dvalarheimili fyrir eldri borgara. Félagsþjónusta Fjallabyggðar hefur umsjón með heimaþjónustu við aldraða og fatlaða, auk þess sem íbúar sveitarfélagsins geta leitað til hennar um ráðgjöf vegna ýmissa hluta sem upp kunna að koma.

play
play
play
play
play
play

Ólafsfjörður

play
play
play
play
play
play

Ólafsfjörður stendur við samnefndan fjörð utarlega á Tröllaskaga og er annar tveggja þéttbýliskjarna í Fjallabyggð. Byggðin stendur á eyri í stórbrotnu umhverfi, en náttúrufegurð þykir mikil í Ólafsfirði. Þéttbýli tók að myndast í Ólafsfirði undir lok 19. aldar og verslun hófst þar formlega á fyrstu árum 20. aldarinnar. Sjávarútvegur hefur lengi verið helsti atvinnuvegur Ólafsfirðinga, þó landbúnaður hafi verið stundaður innar í firðinum frá örófi alda.

Íbúar Ólafsfjarðar eru um 800 talsins í dag og í bænum má nálgast alla helstu þjónustu sem börn, fullorðnir og eldri borgarar kunna að þurfa á að halda, s.s. leik- og grunnskóla, heilsugæslu, þjónustu við eldri borgara, íþrótta- og tómstundastarf og margt fleira.

Ólafsfjörður

Ólafsfjörður stendur við samnefndan fjörð utarlega á Tröllaskaga og er annar tveggja þéttbýliskjarna í Fjallabyggð. Byggðin stendur á eyri í stórbrotnu umhverfi, en náttúrufegurð þykir mikil í Ólafsfirði. Þéttbýli tók að myndast í Ólafsfirði undir lok 19. aldar og verslun hófst þar formlega á fyrstu árum 20. aldarinnar. Sjávarútvegur hefur lengi verið helsti atvinnuvegur Ólafsfirðinga, þó landbúnaður hafi verið stundaður innar í firðinum frá örófi alda.

Íbúar Ólafsfjarðar eru um 800 talsins í dag og í bænum má nálgast alla helstu þjónustu sem börn, fullorðnir og eldri borgarar kunna að þurfa á að halda, s.s. leik- og grunnskóla, heilsugæslu, þjónustu við eldri borgara, íþrótta- og tómstundastarf og margt fleira.

play
play
play
play
play
play

Siglufjörður

play
play
play
play
play
play

Siglufjörður er annar tveggja þéttbýliskjarna Fjallabyggðar. Bærinn stendur í fallegu umhverfi við samnefndan fjörð nyrst á Tröllaskaga og á sér ríka sögu sem verslunar- og útgerðarbær, ekki síst á tímum síldarævintýrisins þegar bátarnir fylltu höfnina og fiskverkafólk gerði að síldinni í landi. Þótt síldin sé löngu horfin ber staðurinn enn vitni um stórbrotna atburði síldaráranna og þeim þætti í sögu Siglufjarðar er gert hátt undir höfði í bæjarlífinu.

Íbúar Siglufjarðar eru um 1.200 talsins í dag. Í bænum má nálgast alla helstu þjónustu við börn, fullorðna og eldri borgara, s.s. leik- og grunnskóla, heilbrigðisþjónustu, þjónustu við eldri borgara, íþrótta- og tómstundastarf og margt fleira.

Siglufjörður

Siglufjörður er annar tveggja þéttbýliskjarna Fjallabyggðar. Bærinn stendur í fallegu umhverfi við samnefndan fjörð nyrst á Tröllaskaga og á sér ríka sögu sem verslunar- og útgerðarbær, ekki síst á tímum síldarævintýrisins þegar bátarnir fylltu höfnina og fiskverkafólk gerði að síldinni í landi. Þótt síldin sé löngu horfin ber staðurinn enn vitni um stórbrotna atburði síldaráranna og þeim þætti í sögu Siglufjarðar er gert hátt undir höfði í bæjarlífinu.

Íbúar Siglufjarðar eru um 1.200 talsins í dag. Í bænum má nálgast alla helstu þjónustu við börn, fullorðna og eldri borgara, s.s. leik- og grunnskóla, heilbrigðisþjónustu, þjónustu við eldri borgara, íþrótta- og tómstundastarf og margt fleira.

play
play
play
play
play
play
loka