Húsnæði

Allir þurfa þak yfir höfuðið og þess vegna eru húsnæðismálin meðal því fyrsta sem fólk leiðir hugann að áður en flutt er á nýjan stað, eða jafnvel forsenda flutninga. Hvers konar húsnæði er í boði? Er hægt að kaupa íbúðarhúsnæði, leigja til lengri eða skemmri tíma eða jafnvel byggja sitt eigið?

Í Fjallabyggð er ýmiss konar íbúðarhúsnæði í boði, af öllum stærðum og gerðum, til leigu og sölu, svo allir ættu að geta fundið sér húsnæði við hæfi í sveitarfélaginu. Einnig er gott framboð á lóðum fyrir þá sem hafa hug á að byggja sitt eigið.

Kaupa

play
play
play
play
play
play

Hafir þú hug á að kaupa þitt eigið húsnæði bendum við þér á að fylgjast með framboði hverju sinni á fasteignavefjum. Til að finna húsnæði til sölu í Fjallabyggð er svæðið Norðurland valið í leitinni og póstnúmerin 580 og 581 fyrir Siglufjörð og dreifbýlið í kring og 625 og 626 fyrir Ólafsfjörð og dreifbýli. Síðan getur þú hagað leitarskilyrðum um aðra þætti á borð við stærð og verð eins og þér hentar og þannig ættir þú að geta fundið rétta húsnæðið fyrir þig og þína í Fjallabyggð.

Kaupa

Hafir þú hug á að kaupa þitt eigið húsnæði bendum við þér á að fylgjast með framboði hverju sinni á fasteignavefjum. Til að finna húsnæði til sölu í Fjallabyggð er svæðið Norðurland valið í leitinni og póstnúmerin 580 og 581 fyrir Siglufjörð og dreifbýlið í kring og 625 og 626 fyrir Ólafsfjörð og dreifbýli. Síðan getur þú hagað leitarskilyrðum um aðra þætti á borð við stærð og verð eins og þér hentar og þannig ættir þú að geta fundið rétta húsnæðið fyrir þig og þína í Fjallabyggð.

play
play
play
play
play
play

Leiga

play
play
play
play
play
play

Ert þú að leita að leiguhúsnæði fyrir þig og þína? Það getur þurft að leita smá til að finna íbúðarhúsnæði til leigu, en slíkt er oft auglýst í gegnum fasteignasölur og fasteignavefi. Einnig er stundum hægt að finna hentugt húsnæði til leigu í leiguhópum á samfélagsmiðlum.

Þá er alltaf möguleiki að hafa samband við Lindu Leu flutningsfulltrúa. Hún er á staðnum, fylgist vel með því sem er að gerast í sveitarfélaginu og getur leiðbeint þér, til að þú finnir leiguhúsnæði sem hæfir þér og þínum.

Leiga

Ert þú að leita að leiguhúsnæði fyrir þig og þína? Það getur þurft að leita smá til að finna íbúðarhúsnæði til leigu, en slíkt er oft auglýst í gegnum fasteignasölur og fasteignavefi. Einnig er stundum hægt að finna hentugt húsnæði til leigu í leiguhópum á samfélagsmiðlum.

Þá er alltaf möguleiki að hafa samband við Lindu Leu flutningsfulltrúa. Hún er á staðnum, fylgist vel með því sem er að gerast í sveitarfélaginu og getur leiðbeint þér, til að þú finnir leiguhúsnæði sem hæfir þér og þínum.

play
play
play
play
play
play

Byggja

play
play
play
play
play
play

Einn stærsti kosturinn við að byggja sitt eigið húsnæði er vitanlega sá að þá getur þú haft húsið þitt mikið til eins og þú vilt, í samræmi við þínar þarfir og langanir.

Í Fjallabyggð er gott framboð af lóðum og svæðið því góður kostur fyrir þá sem hafa hug á að byggja sitt eigið. Hér má sjá yfirlit yfir lausar lóðir á korti og nálgast lista yfir allar lausar lóðir í sveitarfélaginu hverju sinni.

Ef þú hefur hug á að byggja þitt eigið hús er eitt af fyrstu skrefunum að sækja um lóð hjá sveitarfélaginu. Hafðu samband Ráðhúss Fjallabyggðar í síma 464-9100 eða á fjallabyggd@fjallabyggd.is og starfsfólkið þar mun aðstoða þig við að finna réttu lóðina.

Byggja

Einn stærsti kosturinn við að byggja sitt eigið húsnæði er vitanlega sá að þá getur þú haft húsið þitt mikið til eins og þú vilt, í samræmi við þínar þarfir og langanir.

Í Fjallabyggð er gott framboð af lóðum og svæðið því góður kostur fyrir þá sem hafa hug á að byggja sitt eigið. Hér má sjá yfirlit yfir lausar lóðir á korti og nálgast lista yfir allar lausar lóðir í sveitarfélaginu hverju sinni.

Ef þú hefur hug á að byggja þitt eigið hús er eitt af fyrstu skrefunum að sækja um lóð hjá sveitarfélaginu. Hafðu samband Ráðhúss Fjallabyggðar í síma 464-9100 eða á fjallabyggd@fjallabyggd.is og starfsfólkið þar mun aðstoða þig við að finna réttu lóðina.

play
play
play
play
play
play
loka