Atvinna

Í gegnum tíðina hafa íbúar Fjallabyggðar lengst af fengist við sjávarútveg. Báðir þéttbýliskjarnarnir, Ólafsfjörður og Siglufjörður, byggja afkomu sína að miklu leyti á sjávarútvegi, vinnslu fiskafurða og ýmiss konar þjónustu.

Í seinni tíð hefur atvinnulífið á svæðinu orðið fjölbreyttara, ekki síst með miklum vaxtarbroddi í ferðaþjónustu og nýsköpun. Í Fjallabyggð hefur alltaf ríkt ákveðinn frumkvöðlaandi og þar eru starfandi hátæknifyrirtæki, líftæknifyrirtæki og sprotafyrirtæki í frjóu umhverfi.

Þá hafa möguleikar til fjarvinnu fyrir ýmis fyrirtæki og stofnanir á höfuðborgarsvæðinu og víðar aukist stórlega.

Atvinna í boði

play
play
play
play
play
play

Laus störf hjá stofnunum Fjallabyggðar eru auglýst á vef sveitarfélagsins og í fjölmiðlum hverju sinni og einkafyrirtæki á svæðinu auglýsa reglulega eftir starfsfólki, bæði í heilsársstörf og árstíðabundin.

Störf hjá íslenska ríkinu um allt land eru auglýst á Starfatorgi og í fjölmiðlum. Sum þeirra eru án staðsetningar og því hægt að sinna þeim hvaðan af landinu sem er, til dæmis frá Fjallabyggð.

Vert er að minnast á að fjölmörg störf á almenna vinnumarkaðnum eru aldrei auglýst laus til umsóknar. Því er um að gera að heyra í stjórnendum þeirra fyrirtækja sem þér líst vel á og langar að vinna fyrir, það er aldrei að vita nema þau séu einmittt að leita að fólki eins og þér.

Atvinna í boði

Laus störf hjá stofnunum Fjallabyggðar eru auglýst á vef sveitarfélagsins og í fjölmiðlum hverju sinni og einkafyrirtæki á svæðinu auglýsa reglulega eftir starfsfólki, bæði í heilsársstörf og árstíðabundin.

Störf hjá íslenska ríkinu um allt land eru auglýst á Starfatorgi og í fjölmiðlum. Sum þeirra eru án staðsetningar og því hægt að sinna þeim hvaðan af landinu sem er, til dæmis frá Fjallabyggð.

Vert er að minnast á að fjölmörg störf á almenna vinnumarkaðnum eru aldrei auglýst laus til umsóknar. Því er um að gera að heyra í stjórnendum þeirra fyrirtækja sem þér líst vel á og langar að vinna fyrir, það er aldrei að vita nema þau séu einmittt að leita að fólki eins og þér.

play
play
play
play
play
play

Fjarvinna

play
play
play
play
play
play

Ert þú í vinnu sem þú getur sinnt hvar sem er á jarðkúlunni? Þá væri margt vitlausara en að gera það í Fjallabyggð. Það finnst okkur allavega.

Möguleikar til fjarvinnu hafa stóraukist í Fjallabyggð á allra síðustu árum. Ljósleiðari hefur verið lagður í Ólafsfirði, Siglufirði og dreifbýli sveitarfélagsins. Þannig eiga allir íbúar Fjallabyggðar nú kost á fyrsta flokks nettengingu, sem jafnan er forsenda þess að geta unnið í fjarvinnu.

Reglulega eru auglýst störf sem sinna má hvaðan sem er af landinu, bæði hjá einkafyrirtækjum og hinu opinbera. Ef þú ert í vinnu sem þú telur þig geta sinnt í fjarvinnu er um að gera að ræða þann möguleika við núverandi vinnuveitanda. Margir atvinnurekendur eru orðnir mjög opnir fyrir slíku.

Fjarvinna

Ert þú í vinnu sem þú getur sinnt hvar sem er á jarðkúlunni? Þá væri margt vitlausara en að gera það í Fjallabyggð. Það finnst okkur allavega.

Möguleikar til fjarvinnu hafa stóraukist í Fjallabyggð á allra síðustu árum. Ljósleiðari hefur verið lagður í Ólafsfirði, Siglufirði og dreifbýli sveitarfélagsins. Þannig eiga allir íbúar Fjallabyggðar nú kost á fyrsta flokks nettengingu, sem jafnan er forsenda þess að geta unnið í fjarvinnu.

Reglulega eru auglýst störf sem sinna má hvaðan sem er af landinu, bæði hjá einkafyrirtækjum og hinu opinbera. Ef þú ert í vinnu sem þú telur þig geta sinnt í fjarvinnu er um að gera að ræða þann möguleika við núverandi vinnuveitanda. Margir atvinnurekendur eru orðnir mjög opnir fyrir slíku.

play
play
play
play
play
play

Sjálfstæður atvinnurekstur

play
play
play
play
play
play

Ýmis tækifæri eru til atvinnureksturs í Fjallabyggð, til viðbótar við þann fjölbreytta rekstur sem þegar er stundaður innan sveitarfélagsins. Fjallabyggð leggur áherslu á gott starfsumhverfi fyrirtækja, þannig að þau sjái sér hag í því að vera með atvinnurekstur í sveitarfélaginu. Í sveitarfélaginu eru miklir möguleikar til atvinnurekstrar og þar getur fyrirtækið þitt blómstrað.

Athafnasvæði í Fjallabyggð eru góð. Eitthvað er af atvinnuhúsnæði á lausu en þess utan er gott framboð á athafnalóðum. Þannig ættu atvinnurekendur eða þeir sem hafa hug á að stofna fyrirtæki að geta fundið atvinnuhúsnæði við hæfi eða jafnvel byggt sitt eigið, sérsniðið að starfseminni.

Þá er vilji hjá sveitarfélaginu til að skapa nýjum og núverandi fyrirtækjum í útgerð og þjónustu sóknarfæri, til að mynda með góðri hafnaraðstöðu. Unnið hefur verið að umbótum á hafnarsvæðinu á Siglufirði sem geta nýst fyrirtækjum í sjávarútvegi og annarri hafnsækinni starfsemi.

Ef þú hefur áhuga á að stofna fyrirtæki, eða flytja fyrirtæki þitt til Fjallabyggðar, þá þarftu að sækja um rekstrarleyfi til viðeigandi yfirvalda. Ef þú ert ekki viss hvernig þú átt að bera þig að við leyfisumsóknina, ekki hika við að spyrja Lindu Leu flutningsfulltrúa sem getur vísað þér á réttan stað.

Sjálfstæður atvinnurekstur

Ýmis tækifæri eru til atvinnureksturs í Fjallabyggð, til viðbótar við þann fjölbreytta rekstur sem þegar er stundaður innan sveitarfélagsins. Fjallabyggð leggur áherslu á gott starfsumhverfi fyrirtækja, þannig að þau sjái sér hag í því að vera með atvinnurekstur í sveitarfélaginu. Í sveitarfélaginu eru miklir möguleikar til atvinnurekstrar og þar getur fyrirtækið þitt blómstrað.

Athafnasvæði í Fjallabyggð eru góð. Eitthvað er af atvinnuhúsnæði á lausu en þess utan er gott framboð á athafnalóðum. Þannig ættu atvinnurekendur eða þeir sem hafa hug á að stofna fyrirtæki að geta fundið atvinnuhúsnæði við hæfi eða jafnvel byggt sitt eigið, sérsniðið að starfseminni.

Þá er vilji hjá sveitarfélaginu til að skapa nýjum og núverandi fyrirtækjum í útgerð og þjónustu sóknarfæri, til að mynda með góðri hafnaraðstöðu. Unnið hefur verið að umbótum á hafnarsvæðinu á Siglufirði sem geta nýst fyrirtækjum í sjávarútvegi og annarri hafnsækinni starfsemi.

Ef þú hefur áhuga á að stofna fyrirtæki, eða flytja fyrirtæki þitt til Fjallabyggðar, þá þarftu að sækja um rekstrarleyfi til viðeigandi yfirvalda. Ef þú ert ekki viss hvernig þú átt að bera þig að við leyfisumsóknina, ekki hika við að spyrja Lindu Leu flutningsfulltrúa sem getur vísað þér á réttan stað.

play
play
play
play
play
play
loka